Segja lyfjarannsóknir mikilvægar útflutningi

20.09.2010
LIF, systursamtök Frumtaka í Danmörku, segja framtíð lyfjaútflutnings þar í landi óstöðuga vegna erfiðara rannsóknaumhverfis. Allt stefnir í metútflutning í ár, en LIF segir hættu á að sú þróun snúist við ef rannsóknir verði ekki efldar.

Við sögðum frá því nýlega hér á vefnum að LIF hefði áhyggjur af þeirri þróun að klínískum lyfjarannsóknum hafi fækkað verulega í Danmörku. Útflutningur á lyfjum er mikill þar í landi og er útflutningur lyfja um tíu prósent af heildarútflutningi landsins.

Verðmæti lyfjanna sem flutt voru út á fyrstu sex mánuðum ársins var rúmir 25 milljarðar danskra króna, eða rúmir 500 milljarðar íslenskra. Það er um 20% aukning frá sama tímabili í fyrra.

Ef fram heldur sem horfir fer verðmæti lyfjaútflutningsins yfir 50 milljarða DKR á þessu ári og það yrði met. LIF hefur þó áhyggjur af því að erfiðara rannsóknaumhverfi geri það að verkum að aftur dragi úr útflutningi.

Jørgen Clausen, yfirhagfræðingur LIF, segir að rannsóknir og þróun á nýjum lyfjum sé forsenda þess að ekki dragi úr útflutningi. „Lyfjarannsóknir eru líka forsenda þess að gæði lyfjarannsókna við danska háskóla og innan danska heilbrigðiskerfisins eru mikil. Því miður sýnir tölfræðin að fjöldi klínískra rannsókna hefur farið ört minnkandi undanfarin ár.“

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.