Sigrar og framtíðarhorfur í baráttunni við krabbamein

14.03.2014

879205_stethoscopeTuttugasta öldin var öld framfara í tækni, læknisfræði og vísindum sem mannskepnan hafði fram að því ekki séð. Á síðunni okkar höfum við fjallað um lyfjafalsanir, nauðsyn fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu, skattlagningu hins opinbera ásamt mörgu öðru. Í þessari grein verður stiklað á stóru í hinum ævintýraleg landvinningum læknisfræðinnar – og annarra afreka mannsins –  og því velt upp hvað framtíðin gæti borið í skauti sér.

Á vefsíðu Bresku rannsóknarmiðstöðvarinnar í krabbameini er fjallað um þáttaskil í rannsóknum og meðhöndlun á krabbameini. Hér verður stuðst við þá grein og greint frá því sem hæst hefur borið í rannsóknum og lyfjaþróun á síðustu öld.

Laust eftir fyrra stríð eða árið 1923 hófu breskir vísindamenn að nota radín, eða radíum eins og það er oftast kallað, til að meðhöndla leghálskrabbamein og sú bylting sem átt hefur sér stað í geislameðferðum hefur valdið stórstígum framförum í öllum krabbameinsmeðferða.

Ári eftir að Ford kynnir fyrsta bílinn uppgötvar breskur vísindamaður að nafni Alexander Fleming pensillínið. Árið er 1928 og átti uppgötvun hans eftir að gjörbylta læknavísindunum.

Þremur árum eftir að John Cockcroft og Ernest Walton kljúfa atómið gefur Breska krabbameinsrannsóknarstöðin út þá viðvörun að tengsl séu á milli þess að útsetja líkama sinn fyrir of miklu sólarljósi og húðkrabbameins. Á þetta hafa hvers kyns stofnanir og samtök reyndar bent allar götur síðan.

Laust eftir miðja síðustu, eða 1954, öld gefur Richard Doll út niðurstöður umfangsmikilla rannsókna sinna. Þetta er í fyrsta skipti sem einhverjum tekst að sýna fram á tengsl reykinga og lungnakrabbameins. Þrátt fyrir mikil mótmæli fyrst um sinn, einkum af útsendurum tóbaksfyrirtækja, eru þetta nú löngu viðtekin sannindi.

Eitt stærsta skref í frelsisbaráttu kvenna er stigið við upphaf sjöunda áratugarins. P-pillan, eða einfaldlega pillan, er samþykkt af Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna árið 1960.

Á sjöunda áratugunum byrja læknar í Bandaríkjunum einnig að nota lyfjameðferð til að meðhöndla börn með hvítblæði. Þetta markar upphaf krabbameinsmeðferðar hjá börnum og hefur skilað gríðarlegum árangri þar sem 75%  ungs fólks sem fær krabbamein læknast.

Síðustu skref mannkyns á sjöunda áratugnum áttu sér stað á tunglinu en þau átti Neil Armstrong árið 1969.

Áratug síðar var mannskapurinn ekki síður léttur í spori en þá kom Walkman vasadiskóið frá Sony á markað.

Árið 1994 fá vísindamenn styrk frá Bresku krabbameinsrannsóknarmiðstöðinni til að staðsetja nákvæmlega svokölluð BRCA gen sem tengjast krabbameini í brjóstum og eggjastokkum. Í kjölfar þessarar uppgötvunar voru þróuð ný meðferðarúrræði sem hjálpað hafa þúsundum krabbameinssjúklinga.

Árið 2004 kom á markað bóluefni gegn HPV veirunni sem getur meðal annars valdið leghálskrabbameini. Í Bretlandi einu hefur dauðsföllum vegna þessarar tegundar af krabbameini fækkað um 70% síðan við upphaf 7. áratugarins.

Horft til framtíðar

Með síauknum framförum í læknavísindum og lyfjaþróun öðlast heilbrigðisstarfsfólk sífellt meiri vitneskju um eðli krabbameins og hvernig það hegðar sér.

Með því móti verður vonandi betur hægt að beita fyrirbyggjandi úrræðum gegn þessum mikla vágesti. Auk þess hafa átt sér stað miklar framfarir í skimun sem er mikið framfaraskref í baráttunni við krabbamein .

Sem betur fer eykst vitneskja okkar um krabbamein sífellt. Auk framfara í lyfjaiðnaðinum og almennar heilsuvakningar hjá fólki getum við verið bjartsýn og horft björtum augum til framtíðar. Sé vilji borgara, heilbrigðisyfirvalda og annarra hagaðila samstilltur getum við horft til framtíðar með jákvæðum augum.

   
 
  

 

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.