Frestað að bæta leyfisskyldum (s-merktum) lyfjum í greiðsluþátttökukerfið

12.01.2015

Lyfjakostnaður lækkaði um áramót vegna lækkunar á virðisaukaskatti á lyf úr 25,5% í 24% og vegna breytinga á greiðsluþátttöku sjúklinga. Samkvæmt tilkynningu frá velferðarráðuneytinu sem birt var 30. desember hefur þak á árlegum hámarkskostnaði lyfjanotenda lækkað um 10%; hjá almennum notendum úr 69.416 kr. í 62 þúsund og hjá börnum, lífeyrisþegum og ungmennum yngri en 22 ára úr 46.277 kr. í 41 þúsund krónur samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins.

 

Þrepaskipt greiðsluþátttaka

Nýja greiðsluþátttökukerfið sem gekk í gildi í maí 2013 byggist á þrepaskiptri greiðsluþátttöku þar sem einstaklingar greiða hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostnaður þeirra eykst á tólf mánaða tímabili. Eftir breytinguna sem gekk í gildi um áramópt greiðir lyfjakaupandinn í fyrsta þrepi lyf sín að fullu, í öðru þrepi 15% af verði lyfjanna og í þriðja þrepinu aðeins 7,5 prósent. Þegar lyfjakostnaður einstaklinga hefur náð ákveðnu hámarki greiðir SÍ lyfin að fullu það sem eftir er af 12 mánaða tímabilinu.

 

„Hámarksgreiðsla á 12 mánaða tímabili fyrir almennan einstakling er komin í 62 þúsund krónur og fyrir aldraða, öryrkja og börn er hámarksgreiðslan á ári nú 41 þúsund krónur,“ sagði Steingrímur í samtali við Morgunblaðið og gat þess að fyrir breytinguna hefði hámarksgreiðsla á árs tímabili fyrir almennan einstakling verið um 67 þúsund krónur og fyrir aldraða, öryrkja og börn um 46 þúsund krónur. Nú muni fólk almennt greiða fyrstu 22 þúsund krónurnar sjálft og aldraðir, öryrkjar og börn fyrstu 14.500 krónurnar.

 

Leyfisskyldum lyfjum frestað

Aðspurður hvort frekari lækkana á greiðsluþátttöku almennings sé að vænta sagði Steingímur svo ekki vera. Hann sagði jafnframt að búið sé að fresta ákvörðun um að bæta leyfisskyldum lyfjum inn í greiðsluþátttökukerfið eins og boðað hafi verið við framlagningu fjárlagafrumvarpsins á Alþingi. „Það var hins vegar búið að boða, við framlagningu fjárlagafrumvarpsins, að S-merkt lyf eða leyfisskyld lyf sem notuð eru utan sjúkrahúsa færu inn í greiðsluþátttökukerfið en því hefur verið slegið á frest.,“ sagði Steingrímur í samtali við Morgunblaðið.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.