Stöndum vörð um heilbrigðisþjónustuna

07.12.2012

trilafonÍ Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins þriðja desember síðastliðinn var m.a. rætt um þingsályktunartillögu um heildrænar meðferðir græðara. Tillagan gengur út á að velferðarráðherra skipi starfshóp sem kanni hvort æskilegt sé að niðurgreiða heildrænar meðferðir græðara til jafns við aðra heilbrigðisþjónustu eða undanþiggja þær greiðslu virðisaukaskatts. Skiptar skoðanir eru á þessu máli og hefur Svanur Sigurbjörnsson verið einn þeirra sem hafa risið gegn þessum hugmyndum um græðara eða og varað eindregið gegn því að veita opinberu fé í þennan málaflokk.


Aðdragandi þingsályktunartillögunnar og hlutverk græðara

Í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni kemur fram að lög 34/2005 á alþingi voru sett um græðara árið 2005. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar segja að með því hafi verið „stigið fyrsta skref í viðurkenningu á því góða starfi sem græðarar sinna við að veita heildrænar meðferðir“. Samkvæmt lögunum er markmið þeirra að efla gæði heilsutengdrar þjónustu græðara, efla hana og koma á fót  skráningakerfi utan hefðbundinnar heilbrigðisþjónustu með það að leiðarljósi að efla heilsu fólks, draga úr óþægindum og lina þjáningar þess eins og fram kemur í greinargerðinni.

Með tillögunni er vonast til þess að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í kostnaði þeirra einstaklinga sem nýta sér heildrænar meðferðir og að þær verði undanþegnar virðisaukaskatti líkt og á við í almennri heilbrigðisþjónustu en hvorugt er uppi á teningnum í dag. Verði slíkt raunin vonast flutningsmenn tillögunnar til þess að fleiri verði til þess að nýta sér þessa þjónustu.


Staðreyndir og staðleysur


Meðal þeirra sem hafa tekið til máls í þessari umræðu er Svanur Sigurbjörnsson. Í grein hans „Kukl og gervifræði á Vesturlöndum“ sem hann birti sl. vor lýsir hann uppgangi meðferða græðara sem stundum eru nefndar óhefðbundnar lækningaaðferðir eða hómópatía. Hann bendir á að með síauknu upplýsingaflæði með tilkomu net- og samfélagsmiðla eigi fjöldi upplýsinga nú mun greiðari aðgang að almenningi og gildi þá einu hvort þær séu réttar eða rangar.

Svanur bendir á að aðferðir hinna óhefðbundnu lækninga byggi ekki á neinum vísindalegum grunni, það séu engar vísindalegar sannanir á bak við fullyrðingar hómópata um lækningamátt auk þess sem stjórnvöld víða í Evrópu séu farin að líta öðrum augum á slíka starfsemi m.a. í kjölfar skýrslu á vegum breskra stjórnvalda frá 2010 þar sem fram kemur að án vísindalegs rökstuðnings séu áhrif hómópatíu eins og lyfleysu. Sálfræðingafélag Íslands tekur í sama streng og beinir því til þingmanna að samþykkja ekki þingsályktunartillöguna eins og fram kemur á vef Morgunblaðsins.

Í þessu ljósi er mikilvægt að átta sig á staðreyndum og staðleysum. Staðreyndin er einfaldlega sú að hómópatíu er ekki hægt að nota í stað hefðbundinna lækninga sem meðferðarúrræði. Vissulega geta ákveðin svið hómópatíu eins og nudd og leirböð veitt sjúklingum vellíðan en það er ekkert í hómópatíunni sjálfri sem getur komið í stað hefðbundinna meðferða við sjúkdómum og endurhæfingu innan núverandi heilbrigðiskerfis eins og sjúkraþjálfunar og iðjuþjálfunar.


Forðast ber óraunhæfar væntingar

Í þingsályktunartillögunni er því haldið fram að með aukinni notkun almennings á heildrænum meðferðum sé hægt að spara stórar fjárhæðir sem myndu annars fara í lyfjakostnað hjá ríkinu. Óhætt er að staldra aðeins við þessa fullyrðingu. Hvað er í raun verið að segja þegar því er haldið fram að óhefðbundnar lækningar komi í stað lyfjagjafa. Það er líka ábyrgðarlaust að tala um kannanir og vísbendingar um að heildrænar nálganir á heilsumeðferð fólks séu bót við ýmsu sem læknisfræðin ráði ekki við.  

Staðreyndin er einfaldlega sú að allir geta verið sammála um hina ævintýralegu landvinninga læknavísindanna í baráttunni við mannskæðar pestir og sjúkdóma. Það er hin áþreifanlega staðreynd eins og Svanur bendir nefnirá í fyrrnefndri grein sinni. Svo dæmi sé tekið má benda á þann gríðarlega árangur sem náðst hefur í baráttunni við HIV og Einar Þór Jónsson benti gerir að umtalsefni á í grein í Morgunblaðinu 1. desember síðastliðinn. Það breytir því hins vegar ekki að læknisfræðin stendur enn ráðþrota gagnvart sumum tegundum banvænna sjúkdóma eins og Svanur benti á.kemur fram í grein Svans.

Hins vegar hefur ekki tekist að sýna fram á það að hinar óhefðbundnu lækningaaðferðir geti ráðið niðurlögum meina og sjúkdóma. Enda hafa talsmenn þeirra bent talað umá að óþarft sé að krefjast vísindalegra sannana fyrir öllum sköpuðum hlut. Og vitanlega er það alveg rétt. Slíkt sjónarmið er hins vegar fráleitt út frá sjónarhorni læknavísindanna, og í raun verulega ámælisvert.

Þegar öllu er á botninn hvolft er það vitanlega löggjafans að skapa lagalega umgjörð utan um starfsemi heilbrigðisþjónustunnar, hefðbundinnar sem óhefðbundinnar. Í því sambandi er mikilvægt að hafa í huga að raunveruleg vísindi með lyfjagjöf og meðferðarúrræðum hafa hjálpað tugum einstaklinga við að sigrast á sjúkdómum sínum til frambúðar og bætt lífsgæði þeirra. Heildrænum meðferðum græðara hefur hinsvegar ekki tekist að sýna fram á annað en þægindi og vellíðan um stundarsakir hjá þeim einstaklingum sem undirgangast þær.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.