Tekið undir varnaðarorð Frumtaka

16.06.2017

Samkeppniseftirlitið vakti nýverið á því athygli á vef sínum að Landspítalinn hafi aldrei látið reyna á ákvæði laga sem kveði á um að samkeppnismat skuli fara fram áður en komi til samstarfs við nágrannalönd við innkaup á lyfjum.

„Samkeppnismatið sem hér á í hlut er mjög einfalt í framkvæmd. Það felur í raun í sér útfyllingu á stuttu eyðublaði sem Ríkiskaup hafa útfært í samráði við Samkeppniseftirlitið,“ segir þar. Matið virðist því tæplega sá þröskuldur sem látið hefur verið liggja að og líklegra að dráttur á þátttöku í erlendu samstarfi skýrist af óvissu um ávinning af slíkri þátttöku, til dæmis vegna birgðahalds og þjónustu við þá lyfjaflokka sem undir yrðu. „Athygli vekur að Landsspítalinn hefur aldrei látið reyna á umrætt ákvæði. Vandséð er því hvernig spítalinn getur haldið því fram að samkeppnismat hafi staðið í vegi fyrir innkaupasamstarfi.“

Frumtök fagna því að Samkeppniseftirlitið skuli í áréttingu sinni, sem birt var í kjölfar umfjöllunar Kastljóss RÚV í byrjun mánaðarins, taka  undir sjónarmið sem samtökin hafa haldið á lofti um að fremur skuli fara fram af forsjá en kappi við breytingar á innkaupum og þannig tryggja sem frekast er unnt að mögulegur ávinningur af samstarfi verði ekki minni en stefnt er að eða jafnvel skaðlegur.

„Umrætt samkeppnismat hefur þann tilgang að tryggja að fyrirkomulag útboðs hindri ekki samkeppni og gangi með því gegn markmiði sínu. Almennt er mikilvægt að opinberir aðilar undirbúi útboð sem best og hugi m.a. að því að þau séu útfærð þannig að þau skili tilætluðum árangri,“ segir í umfjöllun Samkeppniseftirlitsins.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.