Þróun lyfjakostnaðar og framlög til rannsókna og þróunar

28.03.2014

rannsoknirFrumtök hafa reglulega fjallað um nauðsyn þess að fjárfesta í heilsu og þar með rannsóknum á lyfjum og þannig í sjálfu heilbrigðiskerfinu. Nýverið komu fram athyglisverðar tölur um þróun lyfjakostnaðar og hvað það kostar að koma lyfi á markað og hvaða breytingar hafa orðið á þeim kostnaði frá lokum 8. áratugarins.

Breytingin er gríðarleg. Frá lokum 8. áratugarins hefur kostnaður við að koma nýju lyfi eða lífeind á markað margfaldast. Árið 1979 var hann um 199 milljónir bandaríkjadala en hafði meira en sjöfaldast rúmum tuttugu árum síðar þegar hann var kominn í 1506 milljónir bandaríkjadala.

Árið 2012 var áætlað að kostnaður í fjárfestingu við rannsóknir og þróun væri 38,5 milljarður bandaríkjadala, en enginn atvinnugrein kemst með tærnar þar sem lyfjaframleiðendur hafa hælana þegar kemur að framlögum til rannsókna og þrónuar, sem er um 15% af veltu fyrirtækjanna að meðaltali.

Árið 2012 var kostnaður við að koma nýju lyfefni eða lífeind á markað um 1,5 milljarðar USD árið 2012.

 

 

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.