Um meintan ofurhagnað lyfjafyrirtækja

29.08.2017

Lyfjafyrirtæki verja stærri hluta af tekjum sínum í rannsóknir og þróun en nokkur annar framleiðslugeiri. Í umfjöllun á vef EFPIA (samtaka lyfjaframleiðenda í Evrópu) er bent á að fyrirtæki í lyfjaframleiðslu þurfi sem iðnaður að halda jafnvægi á milli fjárfestinga í lyfjaþróun og mikilvægis framleiðslunnar fyrir sjúklinga og heilbrigðiskerfi, um leið og arði sé skilað til hluthafa.

„Þegar fjallað er um hagnað lyfjafyrirtækja er mikilvægt að horfa bæði til samfélagsgildis framleiðslunnar og þess að fyrirtæki í líftækni- og lyfjaiðnaði verja yfir 15 prósentum af veltu sinni til rannsókna og þróunar. Geirinn í öðru sæti, upplýsingatæknigeirinn, ver um 9,5 prósentum veltu sinnar í rannsóknir og þróun,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka.

Á vef EFPIA segir að fjöldi rannsókna hafi sýnt fram á mikilvægi þróunar nýrra lyfja fyrir sjúklinga og samfélag, en ljóst að virðinu sé misskipt að teknu tilliti ávinnings samfélagsins af þróuninni. „Þegar horft er til heildarávinnings samfélagsins af notkun statín-lyfja (sem hindra myndun kólesteróls í blóði) með því að notkun þeirra dregur úr þörf fyrir spítalavist og fækkar dauðsföllum, þá renna 70% til samfélagsins og 30% til iðnaðarins. Á sama máta rennur 81% efnahagslegum ávinningin við bættan árangur í baráttunni við krabbamein til samfélagsins,“ segir þar.

Eins er bent á að um leið og lyfjageirinn taki á sig verulega fjárhagslega áhættu við þróun nýrra lyfja, þá sé hagnaður geirans í samræmi við sambærilega áhættugeira í þekkingariðnaði. „Hagnaður lyfjafyrirtækja gerir mögulega framtíðarfjárfestingu í rannsóknum og þróun á nýjum lyfjum.“ Umræða um hagnað lyfjafyrirtækja þarf því að taka mið af umtalsverðu framlagi lyfjageirans til evrópsks efnahagslífs.

„Það verður náttúrlega engin framþróun lyfja án þess að kostað sé til rannsókna. Sem betur fer gera æ fleiri sér grein fyrir mikilvægi þessa. Nýlegar fréttir, svo sem af nýjum lyfjum sem nýtast í baráttu við krabbamein og hjartaáföll, renna stoðum undir þetta,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka.

Samantekt EFPIA um lyfjakostnað og samhengi við hagtölur má nálgast HÉR.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.