Uppfinning Lipid gott dæmi um rannsóknir, þróun og nýsköpun í íslenskum lyfjaiðnaði

14.11.2014

Í vikunni var sagt frá þróun og rannsóknum á fyrsta lyfi sprotafyrirtækisins Lipid Pharmaceuticals (LP) úr omega-3 þorskalýsi sem unnið hefur verið að sl. 10 ár og fer að sjá fyrir endann á. Lyfið verður ætlað þeim sem þjást af hægðatregðu.

Enda þótt Lipid hafi verið stofnað nýlega, eða árið 2009, þá hefur þróunarvinnan staðið yfir mun lengur. Lipid er rannsóknar- og þróunarfyrirtæki sem stofnað var í samvinnu Lýsis hf., Háskóla Íslands og Landspítalans, en starfsemin byggist í raun á rannsóknum Þorsteins Loftssonar, prófessors við lyfjafræðideild HÍ, sem jafnframt er einn af eigendum Lipid. Hann rannsakaði fitusýrur og mögulega notkun þeirra þar sem vitað var að þær gætu haft bólgueyðandi verkun og sýkladrepandi áhrif.

Fyrsta íslenska frumlyfið

Í viðtali við Fréttablaðið 10. nóvember segir Guðrún M. Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Lipid að gangi áætlanir fyrirtækisins eftir muni lyfið verða markaðssett eftir þrjú ár og verður það jafnframt fyrsta frumlyfið sem þróað er og framleitt á Íslandi. „Við vitum ekki um önnur íslensk frumlyf komin þetta langt í þróunarfasanum,“ segir Guðrún m.a. í viðtali við Svavar Hávarðarson blaðamann. 

Stór markaður

Ætlunin er að markaðssetningu lyfsins í Evrópu og Bandaríkjunum, en meltingarsjúkdómar, ekki síst hægðatregða, er hvarvetna mikið vandamál í heiminum. Sem dæmi má nefna að algengi hægðatregðu barna er allt að 30% og fullorðinna allt að 15 prósentum. Tekur Barnaspítali Hringsins árlega á móti um 400 börnum af þessum sökum.

Nánari upplýsingar

  • Sjá hér nánar frétt á Vísi þar sem rætt er við Guðrúnu M. Ásgrímsdóttur, framkvæmdastjóra Lipid.
  • Um Lipid Pharmaceuticals.

Lipid-Marin-Ocean-3

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.