Viðskiptablaðið - skoðun: Greiðsluþátttökukerfi fyrir alla heilbrigðisþjónustu?

07.07.2013

Þess vegna er rétt að skoða nú þegar frekari þróun kerfisins og vinna að greiðsluþátttökukerfi fyrir alla heilbrigðisþjónustu, en ekki eingöngu fyrir lyf. Þar með telji læknisþjónusta og lækningatæki með inn í heildarkostnað hvers einstaklings, svo eitthvað sé nefnt. Athygli vekur að heilbrigðisráðherra skuli falið í stefnuyfirlýsingunni að taka nýja kerfið til athugunar, væntanlega vegna þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á kerfið. Með gildistöku hins nýja kerfis var mikilvægt skref stigið en ýmsa vankanta þarf að sníða af því og þróa áfram, líkt og önnur mannana verk. Til dæmis verður að hverfa  frá skilyrtri greiðsluþátttöku lyfja.

Heilbrigðisráðherra hvattur til dáða

Sú skoðun á hinu nýja greiðsluþátttökukerfi sem boðuð er í stefnuyfirlýsingunni hlýtur að verða unnin í anda þeirrar stefnu sem sett er fram fyrir heilbrigðiskerfið í heild sinni og tæpt er á hér að framan. Það er að unnið verði að langtímastefnumótun í eðlilegu samráði við fagfélög og hagsmunaaðila til að tryggja hagkvæmni og stöðugleika. Heilbrigðiskerfið er víðfeðmt og margslungið. Í því starfar mikill fjöldi fólks hjá hinum ýmsu ólíku aðilum, hvort heldur sem er hjá hinu opinbera eða á almennum markaði. Öflug og kraftmikil grunnkerfi samfélagsins, heilbrigðiskerfi og menntakerfi, eru hornsteinn velferðar. Þær þjóðir sem hlúa hvað best að þessum stoðum standa hvað best þegar kemur að lífsgæðum og hagsæld. Þessar stoðir eru meðal okkar mikilvægustu auðlinda og afstaða stjórnvalda til allra þeirra sem vinna á þessum vettvangi skipti miklu máli. Fyrstu skref ríkisstjórnarinnar og sú afstaða sem fram kemur í stefnuyfirlýsingu hennar til þessara málaflokka er þess eðlis að ástæða er til að ætla að hlúð verði að framþróun í góðri sátt.

Ég býð því nýjan heilbrigðisráðherra velkominn til starfa og óska honum velfarnaðar í krefjandi og vandasömum verkefnum sem hvarvetna blasa við innan heilbrigðiskerfisins. Ég hef gjarnan hvatt til þess að orðræðunni þegar kemur að heilbrigðismálum verði breytt. Í grein hér í Viðskiptablaðinu fyrir ekki svo löngu síðan, sagði ég rangt að tala um heilbrigðiskerfið og útgjöld til þess sem bagga á þjóðfélaginu og hvatti til breytinga. Að sjálfsögðu ber okkur skylda til að fara sem best með þá fjármuni sem við verjum í heilbrigðiskerfið, en við eigum um leið að viðurkenna nauðsyn þess og viðurkenna fjárhagslegan ávinning af skynsamlega reknu heilbrigðiskerfi. Frekar en að agnúast út í útgjöld til heilbrigðismála skulum við tala á jákvæðan hátt um þjóðhagslega hagkvæma fjárfestingu í heilbrigðiskerfinu, að tala um fjárfestingu í heilsu líkt og rætt er um fjárfestingu í menntun.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.