Umsóknarferlið fyrir verð og greiðsluþátttöku: 

Samkvæmt reglugerð um lyfjagreiðslunefnd skal nefndin ákveða að fenginni umsókn:

  • Hámarksverð á lyfseðilsskyldum lyfjum og öllum dýralyfjum í heildsölu og smá­sölu sem eru með markaðsleyfi.
  • Hvort sjúkratryggingar, skv. 25. gr. laga um sjúkratryggingar nr. 112/2008, taka þátt í greiðslu lyfja, sem eru á markaði hér á landi.
  • Greiðsluþátttökuverð, þ.e. það verð sem sjúkratryggingar skulu miða greiðslu­þátttöku sína við, sbr. 2. tl.
  • Verð og greiðsluþátttöku í lyfjum, sem veitt hefur verið undanþága fyrir skv. 7. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, með síðari breytingum. Nefndin getur vísað afgreiðslu slíkra umsókna til Sjúkratrygginga Íslands.
  • Hvaða lyf teljast leyfisskyld, sbr. 5. tölul. 2. mgr. 42. gr. lyfjalaga, í samráði við sérfræðinga frá Landspítala og Sjúkratryggingum Íslands og í samræmi við vinnureglur sem lyfjagreiðslunefnd setur sér og birtir á heimasíðu nefndarinnar. Með leyfisskyldum lyfjum er átt við þau lyf sem eingöngu eru notuð í samræmi við klínískar leiðbeiningar og eru jafnan kostnaðarsöm og vandmeðfarin.

Hljómar flókið? Við höfum teiknað umsóknarferlið upp, samanber þessa skýringarmynd.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.