Markmið Frumtaka: 

  • Aðgengi landsmanna að nauðsynlegum nýjum lyfjum sé tryggt svo sjúklingar fái bestu mögulegu meðferð og íslenskt heilbrigðiskerfi komist aftur í fremstu röð.

  • Leiðir til að lækka verð á samheitalyfjum verði kannaðar. Með lægra verði á samheitalyfjum ætti að skapast svigrúm til notkunar nýrra frumlyfja.

  • Horft verði til heildarkostnaðar við hvern einstakling í heilbrigðiskerfinu. Tryggja þarf að lækkun kostnaðar á einu sviði leiði ekki til aukins kostnaðar á öðru sviði. Heilsuhagfræði skal í ríkari mæli höfð til hliðsjónar þegar ný lyf eru metin.

  • Notkun á nýju frumlyfi í tveimur af samanburðarlöndum Íslands nægi til samþykktar á notkun frumlyfsins hér á landi.

  • Á starfsárinu 2015-2016 er áherslan í starfi Frumtaka á aðgengi, verð og lyfjastefnu / lyfjalög.

Um Frumtök

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins, að rannsóknum og þróun lyfja hér á landi og að annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. 

Hafa samband

Frumtök
Húsi atvinnulífsins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

Sími: 588 8955

frumtok@frumtok.is

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlistann


© 2015 Frumtök.